Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 06:00 Guðjón Valur fagnar eftir sigur á Barcelona í átta liða úrslitum. mynd/AG Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða. Pistillinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek. Í dag eigum við líklega tvo bestu handboltaþjálfara heims. Alfreð Gíslason hefur gert nánast ómennska hluti með Kiel á tímabilinu enda liðið þegar unnið tvöfalt heima fyrir, auk þess sem liðið er enn með fullt hús stiga í deildinni. Kraftaverkamaðurinn DagurFyrir tveimur árum hefðu afar fáið giskað á að Füchse Berlin yrði með allra bestu liðum Evrópu en það virðast nánast engin takmörk fyrir því hvað Dagur Sigurðsson getur náð úr sínu liði, þrátt fyrir að hafa úr umtalsvert minni fjárráðum að spila en allra stærstu félög Evrópu. Þessir tveir þjálfarar munu etja kappi í dag og verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með taktískri baráttu þjálfaranna af hliðarlínunni en baráttu leikmanna á vellinum. Þá er ekki annað hægt en að minnast á þá staðreynd að Ólafur Stefánsson getur nú unnið sinn fimmta Evrópumeistaratitil og það með þriðja félaginu frá jafn mörgum löndum. Lið hans, AG frá Danmörku, ætlar sér að sigra heiminn og ef einhver getur leitt þá til sigurs í þeirri baráttu er það Ólafur. Tölurnar tala sínu máli – hann er alltaf bestur þegar mest á reynir og virðist aldrei njóta sín betur en í úrslitaleikjum. Síðasta tækifærið til þess að fylgjast með Ólafi?Ólafur er á 39. aldursári og hefur ekki enn gefið út hvort hann ætli að taka eitt ár til viðbótar með AG eða ekki. En víst er að þetta er eitt síðasta tækifærið til að sjá hann í essinu sínu gegn þeim bestu í heiminum og vissara að láta það ekki fram hjá sér fara. Einstakur íþróttamaður Ólafur og einn sá allra besti í íþróttasögu Íslands. Íslendingar hafa, eins og eðlilegt er, fyrst og fremst glaðst yfir góðum árangri strákanna okkar á stórmótum í handbolta og notið þess að eiga landslið í allra fremstu röð í heiminum. Handboltaunnendur ættu þó ekki að láta leiki helgarinnar fram hjá sér fara og njóta þess að sjá hvað okkar frábæru fulltrúar hafa fram að færa á því allra stærsta sviði sem félagsliðahandbolti hefur upp á að bjóða.
Pistillinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira