Að velja háskólanám við hæfi Steinn Jóhannsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun