Að velja háskólanám við hæfi Steinn Jóhannsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju vori standa þúsundir útskriftarnemenda úr framhaldsskólum í þeim sporum að velja sér nám á háskólastigi. Slíkt val getur verið vandasamt og að mörgu er að hyggja þegar nám er í boði í sjö innlendum háskólastofnunum. Háskólanemendum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu árum og árið 2011 stunduðu um 20 þúsund nemendur nám á háskólastigi (www.hagstofa.is). Er það óvenju fjölmennur hópur miðað við fjölda háskólastúdenta um síðustu aldamót, en þá var þessi hópur nemenda um 12 þúsund. Greinilegt er að ungt fólk leggur meiri áherslu og metnað nú en áður í að fara beint í háskólanám eftir framhaldsskóla enda fleiri námsbrautir á háskólastigi í boði. Að mörgu er að hyggja þegar nám við hæfi er valið og nemendur þurfa að vera meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til námsins sem og hvaða umgjörð þeir vilja sjá. Mikilvæg atriði sem nemendur ættu að horfa til eru til dæmis hvort námið sé viðurkennt (innanlands og erlendis), hvort kennsluhættir séu fjölbreyttir, hvort námsmat sé fjölbreytt, menntun kennara, hvort rannsóknir séu stundaðar á fræðasviðinu og hvernig aðstaða nemenda er svo sem þjónusta við nemendur, kennsluaðstaða, bókasafn, o.fl. Miklu máli skiptir að væntanlegir umsækjendur kynni sér vel á heimasíðum skólanna hvers konar nám er í boði sem og hvaða þjónusta. Auk þess eru náms- og starfsráðgjafar til aðstoðar þeim sem ekki hafa gert upp hug sinn. Fjölmargir væntanlegir umsækjendur hafa nýtt sér stóra háskóladaginn, heimsótt skólana og fengið þannig að komast í nálægð við starfsemina. Einnig hafa margir framhaldsskólar staðið fyrir heimsóknum í háskóla og hafa margir nemendur nýtt sér tækifærið, talað við kennara og nemendur og fengið nánari innsýn í starfsemina. Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og stunda nú um 3.000 nemendur nám við skólann en auk þess starfa um 300 fastir starfsmenn og annar eins fjöldi af stundakennurum við skólann. HR býður upp á fjölbreytt nám á sviði viðskipta, lögfræði, tækni- og verkfræðigreina auk íþróttafræði, tölvunarfræði og sálfræði. Í boði eru hátt í 100 námsbrautir, frá undirbúningsnámi fyrir háskólanám upp í doktorsnám. HR hefur á síðustu árum gengið í gegnum viðamiklar úttektir á starfsemi skólans og hafa niðurstöðurnar sýnt að skólinn er að ná mjög góðum árangri þegar kemur að gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu við nemendur. Þær úttektir sem skólinn fer í gegnum eru gerðar að kröfu menntamálayfirvalda en einnig hefur skólinn sjálfur kosið að fara í mat framkvæmt af erlendum sérfræðinefndum með það að markmiði að hljóta alþjóðlega viðurkenningu á því námi sem er í boði. Mikilvægt er að væntanlegir umsækjendur geri sér grein fyrir hversu miklu máli þessar úttektir skipta, en þeim má líkja við próf sem skólinn þarf að standast. Nemendur eiga að gera kröfur til háskólanna sem þeir velja, því skólinn mun verða vinnustaður þeirra næstu árin og vellíðan á vinnustað skiptir miklu máli til að ná árangri. Almennur umsóknarfrestur um skólavist við Háskólann í Reykjavík er til og með 5. júní og eru væntanlegir umsækjendur hvattir til að kynna sér vel það nám sem í boði er.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun