Guðmundur: Búinn að vera stórkostlegur tími Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 07:00 Hápunkturinn á landsliðsþjálfaraferli Guðmundar er þegar hann stýrði liðinu í úrslit á ÓL í Peking. Hann fagnar hér sætum sigri í Peking.fréttablaðið/vilhelm Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Það styttist í kveðjustund Guðmundar Guðmundssonar með landsliðið. Það var tilkynnt um helgina að Guðmundur hætti með liðið eftir ÓL í sumar. Hann hefur náð einstökum árangri með landsliðið. Eftir rúmlega fjögur farsæl ár í starfi landsliðsþjálfara styttist í að Guðmundur Guðmundsson láti af störfum. Það gerir hann í ágúst að loknum Ólympíuleikunum. Undir stjórn Guðmundar hefur landsliðið náð sínum langbesta árangri í sögunni. Stendur þar upp úr silfur á ÓL í Peking og brons á EM í Austurríki. Einu verðlaunin sem íslenska landsliðið hefur fengið á stórmótum. Áður en kemur að kveðjustund ætlar Guðmundur að koma Íslandi á næsta HM og ná góðum árangri á Ólympíuleikunum. „Ég er búinn að hugsa þetta lengi en ákvörðunin er nýtilkomin. Það er auðvitað rosalegt álag að vera með tvö stórlið undir sinni stjórn," sagði Guðmundur en hann er einnig þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen. „Það er mikið álag þar og margir leikir. Þess vegna mjög erfitt að vera með landsliðið líka til lengri tíma. Minn samningur rennur út í lok sumars með landsliðið og ég vildi ganga frá því snemma hvernig staðan yrði með framhaldið." Guðmundur segist hafa viljað með þessari ákvörðun senda sínu félagsliði ákveðin skilaboð. Einnig fannst honum gott að HSÍ fengi fínan tíma til þess að finna arftaka hans. Forveri hans, Alfreð Gíslason, hætti einnig vegna álags og sagði þá, eins og Guðmundur þekkir núna, að það sé ekki hægt að vinna þessi tvö störf til lengri tíma. Það sé ekki leggjandi á einn mann. „Ég er líka með fjölskyldu og undanfarin ár hef ég aldrei fengið frí. Þegar kemur frí þá er ég með landsliðinu. Það sér það hver maður að það er ekki hægt að gera þetta til lengri tíma. Þetta er engu að síður búinn að vera stórkostlegur tími. Hann er ekki búinn og ég er afar spenntur fyrir þeim tveim verkefnum sem eru fram undan." Það mátti heyra á Guðmundi að honum finnst það ekki auðvelt að sleppa takinu af landsliðinu. „Ég hef virkilega notið þess að vinna með þessum leikmönnum. Það eru forréttindi að þjálfa þessa drengi. Það eru stórkostlegir karakterar í liðinu. Auðvitað er þetta búinn að vera frábær tími og því eðlilega verður eftirsjá þegar þessum tíma lýkur." Guðmundur hefur fyrir löngu skráð nafn sitt gylltu letri í íslenska handboltasögu og hann er eðlilega stoltur af sínum árangri. „Ég er mjög stoltur. Gríðarlega. Það er margt sem ég er stoltur af á mínum landsliðsþjálfaraferli og þar á meðal að við erum á leið á okkar þriðju Ólympíuleika í röð. Það eru ekki margar þjóðir sem hafa náð því," sagði Guðmundur en hann hefur enga skoðun á því hver eigi að taka við af honum og ætlar ekki að skipta sér af ráðningarferlinu.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira