Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum 14. júní 2012 10:15 Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. Fréttablaðið/GVA Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira