Stífna upp og tapa hraða í sprettunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 08:00 Helga Margrét tekur hér á því með kúluna á æfingu í gær. Mynd/Daníel Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira