Ari Trausti er traustsins verður Brynja Tomer skrifar 25. júní 2012 06:00 „Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
„Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar