Björgum Ingólfstorgsumræðunni Hjálmar Sveinsson skrifar 18. júlí 2012 06:00 Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum. Borgaryfirvöld hljóta að fylgjast vandlega með umræðunum og taka mark á málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum. En borgaryfirvöld eiga og mega ekki taka mark á rangfærslum, órökstuddum alhæfingum og dylgjum. Til þess þarf reyndar nokkra staðfestu. Sérstaklega á tímum þegar vantraustið er ríkjandi tilfinning og auðvelt að þyrla upp ryki. Nærtækt dæmi er grein eftir Sverri Björnsson hönnuð sem birtist í blaðinu í gær. Nafn greinarinnar „skuggaleg áform“, segir sína sögu um málflutninginn. Ég sé ekki betur en að nánast allt sem Sverrir fullyrðir í greininni sé rangt. Það er rangt að minnka eigi „sólarsýnina“ við Austurvöll. Fyrirhugað hallandi mansardþak með kvistum á Landsímahúsinu, eins og er á Hótel Borg, mun ekki hafa nein áhrif á sólskinið á Austurvelli. Það er rangt að til standi að króa af elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, milli „hárra stórhýsa“. Nýbygging, sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi syðst á Ingólfstorgi, þar sem hið glæsilega Hótel Ísland var áður, er aðeins þrjár hæðir. Það er með skemmtilegum þakgarði fyrir almenning. Tillöguhöfundar gera ráð fyrir að þarna verði menningarhús. Ekki hótel. Það er rangt að búa eigi til „þröngt og skuggalegt sund“ þar sem Vallarstræti er. Þvert á móti er þarna gert ráð fyrir fallegri, þröngri götu, álíka þröngri og göturnar í Grjótaþorpi, með verslun og þjónustu á aðra hönd en menningarhús á hina. Það er rangt að loka eigi fyrir akandi umferð almennings um miðbæinn til að „hægt sé að þjónusta risavaxið hótel“. Að vísu stendur til að loka Vallarstræti og Veltusundi fyrir akandi umferð. En það er til að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir fótgangandi vegfarendur og hefur ekkert með hótelið að gera. Það er í fimmta lagi rangt að taka eigi „af okkur stóran hluta útivistarsvæðsins á Ingólfstorgi“. Tillagan gerir ráð fyrir að sólríkari hluta torgsins, norðurhlutanum, verði lyft upp og að sá hluti torgsins stækki verulega þegar torgið breikkar til austurs og lengist til norðurs. Ingólfstorg nær þá alveg að Fálkahúsinu og að húsunum við Veltusund, þar sem nú er fjöldi bíla í sólbaði á degi hverjum. Í lok greinar sinnar hvetur Sverrir fólk til að greiða atkvæði sitt gegn „umhverfisofbeldinu“ á vefnum Ekkihotel.is. Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris. Það er frekar dapurt. Það breytir samt ekki því að hugsa þarf vandlega hvert skref sem tekið er á þessum slóðum. Ég tel ekki að verðlaunatillagan sé gallalaus en ég er sannfærður um að hún er skref í rétta átt. Hún getur orðið mikilvæg lyftistöng fyrir mannlíf, þjónustu og menningu í miðborginni. Höldum endilega áfram að ræða kosti og galla verðlaunatillögunnar af kappi. Hættum upphrópunum og rangfærslum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun