Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2012 10:15 Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun