Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig Örn Bárður Jónsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. Í „hagræðingarskyni" var farið út í breytingar á líknardeildinni í Kópavogi og Oddfellowreglan látin greiða kostnaðinn að mestu. Þar átti, að sögn stjórnenda, að fjölga rúmum. Staðreyndin er sú að rúmum fyrir deyjandi hefur fækkað og nýja deildin fullbúin er lokuð vegna manneklu. Það kann að líta betur út í reikniforritum yfirstjórnar LHS að láta aðra greiða reikningana en þetta er nú samt allt úr sjóðum samfélagsins. Í starfi mínu sem sóknarprestur hitti ég stundum fólk sem tjáir sig sorgmætt um þjónustuna sem í boði er fyrir aldraða við dauðans dyr. Hrunið gerði okkur skráveifu en samt eru til miklir fjármunir í þjóðfélaginu. Álitamál er hins vegar hvernig þeim skuli varið. Þar kemur til sögunnar siðferði okkar og reisn. Á Landakoti var búið að byggja upp frábæra líknardeild. Þegar til stóð að loka deildinni urðu Hollvinasamtök líknardeilda til með yfir 600 félögum. Samtökin hafa ekki lagt upp laupana, enda þótt orrustan um líknardeildina á Landakoti hafi tapast. Samtökin boða nú til ráðstefnu í Reykjavík 24. september nk. Þar verður fjallað um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við erum ein þjóð og þurfum öll að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Nú er komið að þeim skilum í íslenskri sögu að þjóðin lætur ekki lengur skammta sér úr hnefa á sama hátt og hún gerði. Forðum daga flutti Lincoln forseti Bandaríkjanna ávarp í Gettysburg og mælti þar fleyg orð um „stjórn fólksins, af hálfu fólksins og fyrir fólkið". Þessi orð þurfa að verða leiðarljós okkar Íslendinga í öllum málum – þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. Í „hagræðingarskyni" var farið út í breytingar á líknardeildinni í Kópavogi og Oddfellowreglan látin greiða kostnaðinn að mestu. Þar átti, að sögn stjórnenda, að fjölga rúmum. Staðreyndin er sú að rúmum fyrir deyjandi hefur fækkað og nýja deildin fullbúin er lokuð vegna manneklu. Það kann að líta betur út í reikniforritum yfirstjórnar LHS að láta aðra greiða reikningana en þetta er nú samt allt úr sjóðum samfélagsins. Í starfi mínu sem sóknarprestur hitti ég stundum fólk sem tjáir sig sorgmætt um þjónustuna sem í boði er fyrir aldraða við dauðans dyr. Hrunið gerði okkur skráveifu en samt eru til miklir fjármunir í þjóðfélaginu. Álitamál er hins vegar hvernig þeim skuli varið. Þar kemur til sögunnar siðferði okkar og reisn. Á Landakoti var búið að byggja upp frábæra líknardeild. Þegar til stóð að loka deildinni urðu Hollvinasamtök líknardeilda til með yfir 600 félögum. Samtökin hafa ekki lagt upp laupana, enda þótt orrustan um líknardeildina á Landakoti hafi tapast. Samtökin boða nú til ráðstefnu í Reykjavík 24. september nk. Þar verður fjallað um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Við erum ein þjóð og þurfum öll að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Nú er komið að þeim skilum í íslenskri sögu að þjóðin lætur ekki lengur skammta sér úr hnefa á sama hátt og hún gerði. Forðum daga flutti Lincoln forseti Bandaríkjanna ávarp í Gettysburg og mælti þar fleyg orð um „stjórn fólksins, af hálfu fólksins og fyrir fólkið". Þessi orð þurfa að verða leiðarljós okkar Íslendinga í öllum málum – þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun