ÓL-pistill: Takk fyrir allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 08:30 Ólafur Stefánsson í Peking fyrir fjórum árum. Mynd/Vilhelm Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt. Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa," sagði Guðmundur Guðmundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleikunum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minningin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefánssyni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt.
Íslenski handboltinn Pistillinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira