Hugleiðingar um virði vinnunnar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Við Íslendingar höfum verið svo lánsamir lengst af að búa við lítið atvinnuleysi. Undanfarin fimmtíu ár hafa þó komið nokkur atvinnuleysistímabil, t.d. í kjölfar síldarbrests á sjöunda áratugnum, í efnahagsþrengingum upp úr 1990 og nú í kjölfar hrunsins. Þessi tímabil hafa þó verið tiltölulega stutt. Í hagfræðinni er ákveðið samband milli atvinnuleysis og verðbólgu sem jafnan er kennt við Phillips. Samkvæmt því er sterk neikvæð fylgni milli verðbólgu og atvinnuleysis, þ.e. þegar atvinnuleysi er mikið er verðbólga lítil og öfugt. Þetta samband gildir þó ekki yfir löng tímabil, t.d. er viðvarandi verðbólga engin trygging fyrir litlu atvinnuleysi. Mikil verðbólga í langan tíma veldur því að erfitt er að reka fyrirtæki með ásættanlegum hætti, þau verða undir í samkeppni og fólkið missir vinnuna. Lækning atvinnuleysisvandans felst ekki í því að auka verðbólguna enn meira.Orsakir atvinnuleysis Í grunninn eru orsakir atvinnuleysis af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða eðlilegt eða náttúrulegt atvinnuleysi sem ekki er hægt að losna við, jafnvel þótt aðstæður efnahagslífsins séu með besta móti. Þetta atvinnuleysi stafar af því að hluti fólks skiptir um vinnu og það er atvinnulaust meðan það finnur nýjan vinnustað og því að hluti vinnuaflsins hefur ekki menntun eða aðra hæfni til að þiggja þau störf sem eru í boði. Einnig hefur bóta- og skattkerfi áhrif á atvinnuleysi og á skilvirkni atvinnuleitar. Árstíðabundið atvinnuleysi þekkist vel hér á landi en því hefur m.a. verið mætt með því að nýta skólafólk til starfa á sumrin þegar mikil vinna er í ýmsum þjónustugreinum. Jafnvel nokkur prósent vinnuaflsins geta verið án vinnu vegna grunn- og árstíðabundins atvinnuleysis. Stjórnvöld geta dregið úr atvinnuleysi af þessum toga með menntastefnu sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Hin orsök atvinnuleysis leiðir beint af efnahagsástandi á hverjum tíma líkt og verið hefur frá hruni. Stjórnvöld geta dregið úr því með margvíslegum innspýtingaraðgerðum. Á þessu sviði hafa íslensk stjórnvöld (bæði ríki og sveitarfélög) nær alla tíð staðið einkar illa að verki. Þau hafa nýtt uppsveiflur til enn meiri innspýtingar og magnað upp verðbólguna. Í niðursveiflum hafa þau kippt að sér höndum og aukið á atvinnuleysisvandann.Verðbólgustefnan Íslendingar hafa lengstum valið þá leið að halda atvinnuleysi lágu sem hefur leitt af sér mikla verðbólgu. Allur góður rekstur krefst þess að menn geri áætlanir um tekjur og gjöld og geti brugðist við ágjöf eða meðgjöf með góðum fyrirvara. Þegar verðbólga ríkir í hagkerfi er óhjákvæmilegt að gengi gjaldmiðils þess hagkerfis falli, nema menn vilji og geti safnað skuldum. Gengisfallið leiðir svo til enn meiri verðbólgu og hagkerfið kemst í vítahring sem við Íslendingar þekkjum vel. Áætlanagerð verður marklaus og rekstur fyrirtækja erfiður. Sú spurning vaknar hvort þessi leið Íslendinga sé sú besta fyrir þjóðina. Er e.t.v. betra að sætta sig við lítils háttar atvinnuleysi en að hleypa verðbólgu á skrið? Það er óyggjandi að slík stefna myndi skila þjóðinni betri kjörum en verðbólgustefnan þegar til lengdar lætur. Hægt er að líta á atvinnu sem hverja aðra vöru á markaði. Vörur á markaði sem ofgnótt er af missa virði sitt og virðing fyrir þeim þverr. Færa má rök fyrir því að slík hafi orðið raunin um atvinnu á Íslandi. Hér á landi skipta menn oft um vinnustað, vinna mikla yfirvinnu og eru löngum stundum frá heimilum sínum vegna vinnunnar. Vinnuveitendur bera einnig sína ábyrgð, þeir ráða misjafnlega hæft fólk til starfa og láta vinna mikla eftirvinnu til þess að ná markmiðum vinnunnar. Smám saman verður hinn langi vinnudagur að lensku og framleiðni á hverja vinnustund verður lítil. Þetta skilar sér í lægri þjóðartekjum á mann og mun lengri vinnudegi en í nágrannalöndunum. Íslendingar vinna 10-15% fleiri vinnustundir en aðrir Norðurlandabúar en hafa samt umtalsvert lægri landsframleiðslu á mann. Þegar horft er á landsframleiðslu á hverja unna vinnustund erum við fyrir neðan meðaltal OECD-landa og talsvert langt frá meðaltali landa sem mynda evrusvæðið. Þau lönd Evrusvæðisins sem glíma við hvað mestan vanda, eins og Ítalía, Spánn og Írland, eru öll fyrir ofan okkur. Við bætum okkur upp litla framleiðni með löngum vinnudegi og höfum þannig náð að halda góðum efnislegum kjörum.Mikilvægi nýsköpunar Tæknibreytingar hafa leitt til þess að vélar leysa mannshöndina af hólmi við ýmis störf. Þetta veldur atvinnuleysi en einnig stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Vélvæðingin leiðir til aukins hagnaðar þeirra sem eiga vélarnar, hagnaðar sem getur skapað atvinnu á öðrum sviðum þjóðfélagsins, t.d. á sviðum þjónustu og menningar. Þannig skapast ný störf sem koma í stað þeirra sem hurfu vegna nýrrar tækni. Þetta skilar umræðunni að mikilvægi nýsköpunar. Nýsköpun á sem flestum sviðum er lykilatriði til að vinna bug á atvinnuleysi sem verður til vegna nýrrar tækni. Á Íslandi er unnið gott nýsköpunarstarf á menningarsviðinu sem halda verður áfram og efla en jafnframt verður að huga að undirstöðunum sem eru menntun og nýsköpun í tækni og framleiðslu. Þannig er hægt að halda uppi góðu atvinnustigi en búa samt við lága verðbólgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum verið svo lánsamir lengst af að búa við lítið atvinnuleysi. Undanfarin fimmtíu ár hafa þó komið nokkur atvinnuleysistímabil, t.d. í kjölfar síldarbrests á sjöunda áratugnum, í efnahagsþrengingum upp úr 1990 og nú í kjölfar hrunsins. Þessi tímabil hafa þó verið tiltölulega stutt. Í hagfræðinni er ákveðið samband milli atvinnuleysis og verðbólgu sem jafnan er kennt við Phillips. Samkvæmt því er sterk neikvæð fylgni milli verðbólgu og atvinnuleysis, þ.e. þegar atvinnuleysi er mikið er verðbólga lítil og öfugt. Þetta samband gildir þó ekki yfir löng tímabil, t.d. er viðvarandi verðbólga engin trygging fyrir litlu atvinnuleysi. Mikil verðbólga í langan tíma veldur því að erfitt er að reka fyrirtæki með ásættanlegum hætti, þau verða undir í samkeppni og fólkið missir vinnuna. Lækning atvinnuleysisvandans felst ekki í því að auka verðbólguna enn meira.Orsakir atvinnuleysis Í grunninn eru orsakir atvinnuleysis af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða eðlilegt eða náttúrulegt atvinnuleysi sem ekki er hægt að losna við, jafnvel þótt aðstæður efnahagslífsins séu með besta móti. Þetta atvinnuleysi stafar af því að hluti fólks skiptir um vinnu og það er atvinnulaust meðan það finnur nýjan vinnustað og því að hluti vinnuaflsins hefur ekki menntun eða aðra hæfni til að þiggja þau störf sem eru í boði. Einnig hefur bóta- og skattkerfi áhrif á atvinnuleysi og á skilvirkni atvinnuleitar. Árstíðabundið atvinnuleysi þekkist vel hér á landi en því hefur m.a. verið mætt með því að nýta skólafólk til starfa á sumrin þegar mikil vinna er í ýmsum þjónustugreinum. Jafnvel nokkur prósent vinnuaflsins geta verið án vinnu vegna grunn- og árstíðabundins atvinnuleysis. Stjórnvöld geta dregið úr atvinnuleysi af þessum toga með menntastefnu sem miðast við þarfir atvinnulífsins. Hin orsök atvinnuleysis leiðir beint af efnahagsástandi á hverjum tíma líkt og verið hefur frá hruni. Stjórnvöld geta dregið úr því með margvíslegum innspýtingaraðgerðum. Á þessu sviði hafa íslensk stjórnvöld (bæði ríki og sveitarfélög) nær alla tíð staðið einkar illa að verki. Þau hafa nýtt uppsveiflur til enn meiri innspýtingar og magnað upp verðbólguna. Í niðursveiflum hafa þau kippt að sér höndum og aukið á atvinnuleysisvandann.Verðbólgustefnan Íslendingar hafa lengstum valið þá leið að halda atvinnuleysi lágu sem hefur leitt af sér mikla verðbólgu. Allur góður rekstur krefst þess að menn geri áætlanir um tekjur og gjöld og geti brugðist við ágjöf eða meðgjöf með góðum fyrirvara. Þegar verðbólga ríkir í hagkerfi er óhjákvæmilegt að gengi gjaldmiðils þess hagkerfis falli, nema menn vilji og geti safnað skuldum. Gengisfallið leiðir svo til enn meiri verðbólgu og hagkerfið kemst í vítahring sem við Íslendingar þekkjum vel. Áætlanagerð verður marklaus og rekstur fyrirtækja erfiður. Sú spurning vaknar hvort þessi leið Íslendinga sé sú besta fyrir þjóðina. Er e.t.v. betra að sætta sig við lítils háttar atvinnuleysi en að hleypa verðbólgu á skrið? Það er óyggjandi að slík stefna myndi skila þjóðinni betri kjörum en verðbólgustefnan þegar til lengdar lætur. Hægt er að líta á atvinnu sem hverja aðra vöru á markaði. Vörur á markaði sem ofgnótt er af missa virði sitt og virðing fyrir þeim þverr. Færa má rök fyrir því að slík hafi orðið raunin um atvinnu á Íslandi. Hér á landi skipta menn oft um vinnustað, vinna mikla yfirvinnu og eru löngum stundum frá heimilum sínum vegna vinnunnar. Vinnuveitendur bera einnig sína ábyrgð, þeir ráða misjafnlega hæft fólk til starfa og láta vinna mikla eftirvinnu til þess að ná markmiðum vinnunnar. Smám saman verður hinn langi vinnudagur að lensku og framleiðni á hverja vinnustund verður lítil. Þetta skilar sér í lægri þjóðartekjum á mann og mun lengri vinnudegi en í nágrannalöndunum. Íslendingar vinna 10-15% fleiri vinnustundir en aðrir Norðurlandabúar en hafa samt umtalsvert lægri landsframleiðslu á mann. Þegar horft er á landsframleiðslu á hverja unna vinnustund erum við fyrir neðan meðaltal OECD-landa og talsvert langt frá meðaltali landa sem mynda evrusvæðið. Þau lönd Evrusvæðisins sem glíma við hvað mestan vanda, eins og Ítalía, Spánn og Írland, eru öll fyrir ofan okkur. Við bætum okkur upp litla framleiðni með löngum vinnudegi og höfum þannig náð að halda góðum efnislegum kjörum.Mikilvægi nýsköpunar Tæknibreytingar hafa leitt til þess að vélar leysa mannshöndina af hólmi við ýmis störf. Þetta veldur atvinnuleysi en einnig stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Vélvæðingin leiðir til aukins hagnaðar þeirra sem eiga vélarnar, hagnaðar sem getur skapað atvinnu á öðrum sviðum þjóðfélagsins, t.d. á sviðum þjónustu og menningar. Þannig skapast ný störf sem koma í stað þeirra sem hurfu vegna nýrrar tækni. Þetta skilar umræðunni að mikilvægi nýsköpunar. Nýsköpun á sem flestum sviðum er lykilatriði til að vinna bug á atvinnuleysi sem verður til vegna nýrrar tækni. Á Íslandi er unnið gott nýsköpunarstarf á menningarsviðinu sem halda verður áfram og efla en jafnframt verður að huga að undirstöðunum sem eru menntun og nýsköpun í tækni og framleiðslu. Þannig er hægt að halda uppi góðu atvinnustigi en búa samt við lága verðbólgu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun