Minni þjónusta Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun