Hestamenn hunsaðir Brynjar Kvaran skrifar 4. september 2012 06:00 Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt?
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun