Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Linda Wiium og Leifur Runólfsson skrifar 4. september 2012 06:00 Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar