Skólaforeldrar í aðalhlutverki Margrét V. Helgadóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun