Að finnast lífið vera ævintýri Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 5. september 2012 06:00 Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði. Að vinna með börnum getur verið svo óskaplega gefandi. Eftir hverja vettvangsferð settist hópurinn saman og við ræddum um hver upplifun okkar hafði verið. Hversu vel sem ég skipulagði þessar vettvangsferðir þá kom í ljós að ég hafði lítil sem engin áhrif á það hvað börnin fengu út úr ferðinni. Ég komst að því að það skipti litlu máli hver áfangastaðurinn var, það var leiðin að honum sem var ævintýrið. Ævintýrin voru persónuleg. Það sem reyndist standa upp úr ferðunum voru atvik sem mér þóttu venjulega ekkert sérlega tilkomumikil. Kannski var það fyrsti fífillinn sem óx við girðingarstaur eða ný brum á runna. Kannski var það steypubíllinn sem vann að framkvæmdum eða lögreglubíllinn sem keyrði fram hjá með brosandi lögregluþjóni sem vinkaði til okkar. Það tók mig ekki margar vikur að uppgötva að áfangastaðurinn skipti minna máli en ferðalagið að honum. Litlu hlutirnir í kringum okkur eru þeir sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Fullorðið fólk, kennarar, geta virst vera steinrunnin tröll úr fortíðinni því það er ekkert sem kemur okkur á óvart lengur. Við vitum ávallt betur. Með öðrum orðum þá finnst okkur hlutirnir ekkert vera spennandi lengur. Ég vann á leikskólanum í tvö ár og kvaddi með kökk í hálsi. Ég fór ekki beint í grunnskólakennarafræði. Fyrst fór ég í sálfræði (fyrir alla þroskasálfræðina) og seinna bætti ég stjórnmálafræði við sem aukagrein. Það tók mig tvö ár að uppgötva að ég væri ekki á réttri leið í lífinu. Ég uppgötvaði að ég stefndi á áfangastað í stað þess að njóta ferðalagsins. Ég lagðist undir feld og þurfti að taka afstöðu til ákveðinna spurninga. Var ég tilbúinn að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að berjast fyrir sanngjörnum launum? Móðir mín er góður kennari en þrisvar sinnum hef ég horft á hana þurfa að beita verkfallsrétti sínum. Er það eðlilegt? Hvernig ætlaði ég að eldast í starfi og komast hjá stöðnun? Hvað var það sem ég gat boðið upp á? Allt það sem fór í gegnum huga mér á þessum tíma uppgötvaði ég að væru fordómar. Áskapaður hugsunarháttur samfélagsins. Hversu margir stúdentar ætli velti því fyrir sér hvernig maður eigi nú eftir að eldast í starfi? Það er fáránleg pæling. Laun kennara eru allt að því svívirðileg miðað við ábyrgð og traust samfélagsins á getu þeirra til að fá börnum framtíðarinnar hæfni í hendur til að takast á við lífið. Hversu margir hæfir stúdentar ætli fari í annað nám en kennaranám vegna launa? Hversu há tala er ásættanleg? Hvað er ásættanlegur kennari? En nóg um það. Á endanum fór ég í grunnskólakennaranám því mér fannst stéttin skipta máli og ég hafði líklega smá trú á að ég gæti staðið undir ábyrgðinni. Ég útskrifaðist frá H.Í. með B.Ed.-gráðu síðastliðið vor og hef senn meistaranám. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér varð hugsað til litlu vina minna á leikskólanum sem kenndu mér að ævintýrið verður ekki skipulagt. Það er á ábyrgð hvers og eins að finnast lífið vera forvitnilegt, áhugavert, spennandi. Ævintýri. Það er skylda kennara að fóstra litla barnið í sjálfum sér. Það er spennandi að skilja hluti en það er alltaf eitthvað ævintýri sem börnin, nemendurnir, leiða okkur inn í. Foreldrar, kennarar og nemendur, saman, skrifa framtíðina.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun