Fjölföldun er ekki í boði Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun