Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 6. september 2012 06:00 Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun