Ég á þetta ég má þetta Bergur Hauksson skrifar 7. september 2012 11:00 Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti þrír ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að lagabrotum samkvæmt annaðhvort niðurstöðu dómstóla eða úrskurðarnefndar. Viðbrögð ráðherranna hafa verið áhugaverð. Einn sagði, þegar niðurstaða dóms var á þá leið að hann hefði brotið lög, að það skipti ekki máli, ráðherrann væri í pólitík og gerði það sem pólitísk sannfæring krefðist. Annar sagðist fara eftir sannfæringu sinni og sá þriðji nefndi að líklega þyrfti að breyta lögunum. Fyrir bankahrun gerðust undarlegir atburðir. Bankar lánuðu tugi eða hundruð milljarða án trygginga. Bankar lánuðu stjórnendum hundruð milljóna eða milljarða til kaupa á hlutabréfum með einungis veð í hlutabréfunum. Margt af þessu mjög skrýtið og líklega er eitthvað af þessu ólöglegt eins og aðgerðir stjórnmálamannanna. Einhverjir af þeim sem tóku þátt í þessum bankaleik eru enn starfandi hjá bönkunum eða í umboði þeirra. Þetta hafa stjórnmálamenn fordæmt og talið að ekkert af þessu fólki ætti að vinna hjá eða fyrir bankana. Sömu stjórnmálamenn styðja áfram félaga sína, sem hafa brotið lög, til að starfa fyrir Íslands hönd. Verður ekki að telja að bankamennirnir hafi haft sannfæringu fyrir því að þeir væru að gera það sem best væri fyrir félagið sem þeir unnu hjá? Verður ekki að telja að þeir hafi verið að vinna eftir sinni sannfæringu? Ef þeir hefðu vitað að þeir væru að brjóta lög er þá ekki líklegt að þeir hafi viljað að lögunum yrði breytt? Bæði bankamenn eða útrásarvíkingar og stjórnmálamenn voru að vinna eftir sannfæringu sinni að því er telja verður. Er einhver munur á siðferðisstuðli stjórnmálamanna og útrásarvíkinga? Enn einn stjórnmálamaður til telur það ekki tiltökumál þó lán sem hann tók falli á ættingja hans. Lán sem svokallaðir útrásarvíkingar tóku féllu á óskylda aðila. Hvort er siðferði stjórnmálamannsins eða útrásarvíkinganna betra? Eru kannski bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingar með íslenskt siðferði?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun