Allir við sama borð Guðbjartur Hannesson skrifar 14. september 2012 06:00 Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar