Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. september 2012 06:00 Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar