Átak gert í fjármálalæsi Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa að undanförnu bent á nauðsyn þess að íslensk ungmenni séu markvisst frædd um fjármál og efnahagsmál og verði þannig hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilja betur efnahagskerfi heimsins. Þetta er eðlileg krafa í kjölfar efnahagshrunsins sem varð hér á landi haustið 2008 og líklega eru flestir Íslendingar orðnir mun meðvitaðri en áður um nauðsyn þess að skilja fjármál og efnahagsmál. Árið 2011 komu út nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem ganga eins og rauður þráður í gegnum öll skólastigin. Einn þeirra þátta er læsi í víðum skilningi og innan þess hugtaks er gert ráð fyrir fjármálalæsi. Í júní 2011 skipaði ég stýrihóp til kennslu í fjármálalæsi vegna þriggja ára tilraunaverkefnis. Hópinn skipa fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landssamtökum lífeyrissjóða, Námsgagnastofnun, Neytendasamtökunum, Samtökum fjármálafyrirtækja, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Árangur hópsins er þegar orðinn sýnilegur. Sex skólar hófu tilraunakennslu í fjármálalæsi í vetur, Mela- og Hagaskóli í Reykjavík, Hafralækjar- og Litlulaugaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu og framhaldsskólarnir MA og FÁ. Haldið var námskeið fyrir kennara þessara skóla í ágúst sl. til að koma verkefninu af stað. Við upphaf tilraunakennslunnar er gerð könnun á fjármálalæsi og síðan aftur þegar kennslu lýkur til að meta árangurinn og byggja áframhaldandi vinnu á henni. Þá er einnig gert ráð fyrir að samhliða tilraunakennslunni verði til námsefni sem gagnast mun öðrum síðar. Stýrihópurinn er að skoða námskrár og gera athugasemdir við þær og enn fremur er verið að skoða stöðu námsefnismála í fjármálalæsi. Ljóst er að unnið er ötullega að þessu málefni og verði þeirri vinnu haldið áfram má vænta þess að fjármálalæsi verði hluti af almennri menntun íslenskra ungmenna til framtíðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar