Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Jón Þór Ólafsson skrifar 27. september 2012 06:00 Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta?
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun