Eldislax frá Síle? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. október 2012 06:00 Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti?
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun