Eldislax frá Síle? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. október 2012 06:00 Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun