Eflum háskóla- og vísindastarf Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. október 2012 00:30 Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangsröðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið teknir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undanfarinna ára hafa háskólarnir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskólanám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangsröðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemendafjölgun. Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðjungi minna á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að eflingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum framlögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim framlög í samræmi við þá nemendafjölgun sem orðið hefur á undanförnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endurskoðun efnahagsforsenda fjárlagafrumvarpsins til þeirrar niðurstöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til háskólanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun