Tækifæri til persónukjörs 2013 Björn Guðbrandur Jónsson skrifar 11. október 2012 00:00 Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt. Stjórnarskrármálið og téð atkvæðagreiðsla eru til komin af þeim almenna áhuga fyrir bættu samfélagi sem kviknaði upp úr hruninu. Enn örlar á þessum áhuga, um það vitna þau mörgu nýju samtök sem ætla sér að efna til framboðs fyrir alþingiskosningarnar næstkomandi vor. En þessi nýju öfl standa frammi fyrir vanda. Sá felst ekki í því að ný stjórnmálaöfl eigi ekki erindi, heldur í því að stjórnmálastéttin sem fyrir er hefur úthlutað sjálfri sér gríðarlegri forgjöf í baráttunni um stuðning og atkvæði kjósenda. Um er að ræða kerfislæga mismunun á formi styrkja af opinberu fé sem veitast eingöngu þeim sem fyrir eru og 5% þröskuldar fyrir því að framboð fái fulltrúa á þing. Undir þessum kringumstæðum er borðleggjandi að fari nýju framboðin fram hvert fyrir sig þá tæta þau fylgi hvert af öðru, ná fæst tilskildu lágmarki og enda með að spila öllu upp í hendurnar á fjórflokknum sem fyrir er. Slík niðurstaða yrði vond og það alversta að hún væri sjálfskaparvíti. Því þessi nýju öfl eiga tromp á hendi sem getur nýst til fulls meðan enn er heill vetur til undirbúnings næstu alþingiskosninga. Ég á auðvitað við sameiginlegt framboð allra hinna nýju afla og ekki bara það heldur yrði afar hentugt að beita þar persónukjöri innan þess ramma sem núgildandi kosningalög leyfa. Lögin þau eru hins vegar sniðin að flokkaframboðum og þar hefur persónukjör lítið vægi. Þó er í lögunum (82. grein) gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað og strikað frambjóðendur út á þeim lista sem þeir kjósa. Þetta gera einhverjir kjósendur að jafnaði en sjaldnast í þeim mæli að það hafi skipt verulegu máli. Aldrei hefur það gerst mér vitanlega að framboð hafi komið fram með yfirlýstan óraðaðan lista og hvatt kjósendur sína til að raða á listann í kjörklefanum með útstrikunum og/eða umröðun. Undirritaður hefur lengi verið áhugasamur um persónukjör og litið svo á að það geti verið lykillinn að bættri stjórnmálamenningu hér á landi. Hjarðhegðun í kringum flokksforystur er að mínum dómi vont atferli, til þess fallið að leiða menn og málefni í ógöngur. Munum hrunið og aðdraganda þess. Stefnuskrár eru ekki aðalatriðið – stjórnmálastéttin hefur þróað hæfni til að fara á svig við allt slíkt – heldur trúverðugleiki þess fólks sem velst inn á fulltrúasamkomur í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil sem kjósandi geta valið það fólk sem ég treysti, því flokkum treysti ég ekki. Hér er einnig hollt að hafa í huga samanburð á vinnubrögðum, annars vegar Alþingis, sem kjörið er á grunni flokka, og hins vegar Stjórnlagaráðs, sem kosið var persónukjöri. Alþingi nýtur hvorki mikils trausts né virðingar landsmanna enda virðast flokkadrættir, óvinavæðing og málþóf helst einkenna þar starfshætti. Stjórnlagaráðið virtist starfa á öllu heilnæmari hátt, í átt að sameiginlegri niðurstöðu sem nú kemur til umfjöllunar hjá kjósendum. Nýju öflin sem horfa til alþingiskosninga vorið 2013, hvaða nafni sem þau nefnast, Samstaða, Dögun, Björt framtíð, Hægri grænir, Húmanistar og hugsanlega fleiri, þurfa að steypa sér saman á einn framboðsvettvang. Annars eiga þau enga raunhæfa möguleika og það sem er öllu alvarlegra, þá er lítil von fyrir okkur, hina fjölmörgu kjósendur sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Til að nýta möguleika sína til fulls þurfa þau svo að bjóða fram óraðaða lista sem kjósendur hafa verið hvattir eindregið til að raða og stroka út samkvæmt eigin dómgreind og sannfæringu. Þetta er einfalt og á færi allra kjósenda. Að sjálfsögðu halda viðkomandi samtök áfram að starfa og gera grein fyrir sér, stefnumálum sínum og sínu fólki. Sameiginlegt framboð þarf ekki að hafa neina samræmda stefnu, frambjóðendurnir bera uppi stefnumál sín og sinna stjórnmálasamtaka. Tilgangur slíks framboðs er að koma á framfæri frambjóðendum og veita þeim raunhæfa möguleika við aðstæður sem gömlu flokkarnir hafa mótað í sína þágu. En til að þetta virki þarf að nýta veturinn vel og ekki er eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt. Stjórnarskrármálið og téð atkvæðagreiðsla eru til komin af þeim almenna áhuga fyrir bættu samfélagi sem kviknaði upp úr hruninu. Enn örlar á þessum áhuga, um það vitna þau mörgu nýju samtök sem ætla sér að efna til framboðs fyrir alþingiskosningarnar næstkomandi vor. En þessi nýju öfl standa frammi fyrir vanda. Sá felst ekki í því að ný stjórnmálaöfl eigi ekki erindi, heldur í því að stjórnmálastéttin sem fyrir er hefur úthlutað sjálfri sér gríðarlegri forgjöf í baráttunni um stuðning og atkvæði kjósenda. Um er að ræða kerfislæga mismunun á formi styrkja af opinberu fé sem veitast eingöngu þeim sem fyrir eru og 5% þröskuldar fyrir því að framboð fái fulltrúa á þing. Undir þessum kringumstæðum er borðleggjandi að fari nýju framboðin fram hvert fyrir sig þá tæta þau fylgi hvert af öðru, ná fæst tilskildu lágmarki og enda með að spila öllu upp í hendurnar á fjórflokknum sem fyrir er. Slík niðurstaða yrði vond og það alversta að hún væri sjálfskaparvíti. Því þessi nýju öfl eiga tromp á hendi sem getur nýst til fulls meðan enn er heill vetur til undirbúnings næstu alþingiskosninga. Ég á auðvitað við sameiginlegt framboð allra hinna nýju afla og ekki bara það heldur yrði afar hentugt að beita þar persónukjöri innan þess ramma sem núgildandi kosningalög leyfa. Lögin þau eru hins vegar sniðin að flokkaframboðum og þar hefur persónukjör lítið vægi. Þó er í lögunum (82. grein) gert ráð fyrir að kjósendur geti raðað og strikað frambjóðendur út á þeim lista sem þeir kjósa. Þetta gera einhverjir kjósendur að jafnaði en sjaldnast í þeim mæli að það hafi skipt verulegu máli. Aldrei hefur það gerst mér vitanlega að framboð hafi komið fram með yfirlýstan óraðaðan lista og hvatt kjósendur sína til að raða á listann í kjörklefanum með útstrikunum og/eða umröðun. Undirritaður hefur lengi verið áhugasamur um persónukjör og litið svo á að það geti verið lykillinn að bættri stjórnmálamenningu hér á landi. Hjarðhegðun í kringum flokksforystur er að mínum dómi vont atferli, til þess fallið að leiða menn og málefni í ógöngur. Munum hrunið og aðdraganda þess. Stefnuskrár eru ekki aðalatriðið – stjórnmálastéttin hefur þróað hæfni til að fara á svig við allt slíkt – heldur trúverðugleiki þess fólks sem velst inn á fulltrúasamkomur í lýðræðisþjóðfélagi. Ég vil sem kjósandi geta valið það fólk sem ég treysti, því flokkum treysti ég ekki. Hér er einnig hollt að hafa í huga samanburð á vinnubrögðum, annars vegar Alþingis, sem kjörið er á grunni flokka, og hins vegar Stjórnlagaráðs, sem kosið var persónukjöri. Alþingi nýtur hvorki mikils trausts né virðingar landsmanna enda virðast flokkadrættir, óvinavæðing og málþóf helst einkenna þar starfshætti. Stjórnlagaráðið virtist starfa á öllu heilnæmari hátt, í átt að sameiginlegri niðurstöðu sem nú kemur til umfjöllunar hjá kjósendum. Nýju öflin sem horfa til alþingiskosninga vorið 2013, hvaða nafni sem þau nefnast, Samstaða, Dögun, Björt framtíð, Hægri grænir, Húmanistar og hugsanlega fleiri, þurfa að steypa sér saman á einn framboðsvettvang. Annars eiga þau enga raunhæfa möguleika og það sem er öllu alvarlegra, þá er lítil von fyrir okkur, hina fjölmörgu kjósendur sem vilja sjá raunverulegar breytingar. Til að nýta möguleika sína til fulls þurfa þau svo að bjóða fram óraðaða lista sem kjósendur hafa verið hvattir eindregið til að raða og stroka út samkvæmt eigin dómgreind og sannfæringu. Þetta er einfalt og á færi allra kjósenda. Að sjálfsögðu halda viðkomandi samtök áfram að starfa og gera grein fyrir sér, stefnumálum sínum og sínu fólki. Sameiginlegt framboð þarf ekki að hafa neina samræmda stefnu, frambjóðendurnir bera uppi stefnumál sín og sinna stjórnmálasamtaka. Tilgangur slíks framboðs er að koma á framfæri frambjóðendum og veita þeim raunhæfa möguleika við aðstæður sem gömlu flokkarnir hafa mótað í sína þágu. En til að þetta virki þarf að nýta veturinn vel og ekki er eftir neinu að bíða.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun