Illviljinn meiðir Guðrún Pétursdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun