Hver er róninn? Páll Tryggvason skrifar 13. október 2012 06:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar: „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum."¹ Þessi fullyrðing kallar á athugasemd því hún er röng. Árið 2006 stofnaði þáverandi landlæknir til vinnuhóps til að semja klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð ADHD. Leiðbeiningarnar, Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), voru birtar í desember 2007 á heimasíðu embættisins sem opinberar, faglegar leiðbeiningar embættisins til heilbrigðisstarfsmanna en jafnframt til upplýsinga fyrir stjórnsýsluna og almenning. Þáverandi aðstoðarlandlæknir, sem svo síðar um tíma gegndi embætti landlæknis, leiddi starfshópinn. Víða var leitað fanga: Erlendar klínískar leiðbeiningar beggja vegna Atlantshafsála voru skoðaðar og hafðar til hliðsjónar og leitað til innlendra sérfræðinga um afmörkuð efni. Í kjölfar umræðu í samfélaginu um misnotkun örvandi lyfja 2011 var vinnuhópurinn kallaður saman til að fara yfir leiðbeiningarnar. Yfirfarnar og endurbættar leiðbeiningar landlæknis voru birtar á vef embættisins 7. mars 2012. Á bls. 21-30 er fjallað um meðferð fullorðinna. Í kaflanum „Verklag við greiningu fullorðinna" er m.a fjallað um hvernig rétt sé að standa að greiningu, hvaða tæki skal nota og hvaða upplýsinga skal afla og með hvaða hætti. Þar er kafli um mismunagreiningar og fylgisjúkdóma, taugasálfræðilegar og líffræðilegar rannsóknir, samband vímuefnavandamála og ADHD og þeirrar varúðar sem þarf þess vegna að gæta við greiningu og meðferð. Fjallað er um fræðslu til sjúklinga og aðstandenda, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð, svo dæmi séu nefnd. Minnstu máli er varið til að fjalla um lyfjameðferð en þó segir þar: „Ef fræðsla og ráðgjöf bera ekki árangur er rétt að hugleiða lyfjameðferð við ADHD svo framarlega sem ekki er frábending fyrir notkun þeirra svo sem fíknisjúkdómur geðrofssjúkdómur. Í flestum tilfellum er methylphenidat fyrsta val en ef það virkar ekki, þolist ekki eða er ekki talið viðeigandi má reyna meðferð með atomoxetini (NICE 2008)." (bls. 27)². Síðan eru gefnar ýmsar leiðbeiningar sem lúta að lyfjameðferðinni, fjallað um gildi hennar og rannsóknir sem styðja hana og hvernig skuli standa að eftirliti með meðferð. Að öllu ofansögðu er ljóst að tilvitnunin í frumvarpinu er röng, þ.e.a.s. ef þar er átt við klínískar leiðbeiningar landlæknis. Öllum verða einhvern tíma á mistök og sérhver sem viðurkennir mistök sín vex við það. Þessi ranga tilvitnun hefur því miður ekki verið dregin til baka eða leiðrétt og svo virðist sem tillagan eigi að standa óbreytt. Það vekur athygli að núverandi landlæknir virðist áhyggjulítill um að hallað sé réttu máli þegar vitnað er til skýrslu sem hann er ábyrgur fyrir. Það er full ástæða til að fara vel með opinbert fé og viðeigandi stofnanir sinni því eftirliti sem þeim ber og nauðsyn að sjá til þess að þessi lyf, sem önnur, rati eingöngu til þeirra sem þau eru ætluð. En það ber að fara rétt með staðreyndir. Metýlfenidat er öruggt og öflugt lyf. Vandamál sem tengjast misnotkun þess verður að takast á við með öflugum hætti. Tilkynning velferðarráðuneytisins í dag (10. okt.) felur ekki í sér nýjungar. Allt hefur það komið fram áður án þess að bera árangur. Af hverju skyldi það duga nú? Árni Pálsson prófessor mun einhvern tíma hafa sagt að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið. Það er engum til góðs að kasta barninu út með baðvatninu og með því bera fyrir borð hag þeirra sem þjást. Öflugt eftirlit eykur á gæði greiningar og meðferðar og fer vel með opinbert fé. Þetta eftirlit hefur verið máttlítið þrátt fyrir augljósan vanda. Veldur hver á heldur. Þá virðist það gleymast í þessum „nýju" aðgerðum að hluti þjóðarinnar býr fyrir aftan Esjuna. Hugsum málið upp á nýtt og hlúum að þeim sem eiga erfitt. ¹. http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/0001.pdf ². http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item14259/version5/ADHD-7.%20mars%202012.pdf Skrifað í Svíþjóð á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. okt. 2012.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun