Skoðun

Aftur á bak eða á­fram?

Örn Bárður Jónsson skrifar

Ég sá stórmerka kvikmynd á dögunum sem ber íslenska heitið Kóngaglenna og er um valdabaráttuna í Danmörku á dögum Kristjáns konungs VII og drottningar hans, Caroline Mathilde, undir lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Líflæknir konungs, Struensee, frá Þýskalandi, kemur þar mjög við sögu, en hann var heillaður af Upplýsingarstefnunni og kom ýmsum góðum hugmyndum og mannréttindaumbótum inn í danska löggjöf.



En varðhundar sérhagsmunanna náðu undirtökum á ný og drápu Struensee og afnámu allar réttarbætur. Þar var spilltur aðallinn í forystu og kirkjan í slagtogi. Arftaki Kristjáns VII, sonur hans Friðrik VI, sem hafði hugtakið réttlæti í einkunnarorðum sínum og ríkti í 55 ár, kom aftur á öllum réttarbótum föður síns og Struensee og bætti um betur. Kvikmyndin er stórmerkileg því hún birtir þau glímutök sem jafnan koma upp í mannlegu samfélagi þegar heildarhagur og sérhagsmunir rekast á.



Afturhaldsöflin eru ávallt til staðar og þau eru sterk á Íslandi í dag. Munu þau ná undirtökunum eða nær lýðræðisvakningin yfirhöndinni?




Skoðun

Skoðun

Skjárinn og börnin

Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Sjá meira


×