Marklínutæknin tekur völdin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2012 06:00 FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira