Við erum ekki ein Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 31. október 2012 08:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar