Hæstaréttardómur yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellisdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er sigur fyrir lántakendur en jafnframt mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina sem brást heimilum og fyrirtækjum alvarlega í þessu máli og kaus að gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja. Flumbrugangur í lagasetninguNiðurstaða hæstaréttar er í samræmi við þá gagnrýni sem ég, samtök lánþega og margir fleiri hafa sett fram vegna endurútreikninga bankanna í kjölfar laga nr. 151/2010 sem ríkisstjórnin keyrði í gegnum þingið í miklum flýti í desember 2010. Gagnrýnin beindist að því að ekki væri í lögunum tekið tillit til þess að skuldari hefði þegar greitt inn á höfuðstól lánsins, beitingu vaxtavaxta og hvenær byrja ætti að reikna vexti Seðlabankans á lánin, afturvirkni vaxta o.s.frv. Ég benti á ófullkomleika frumvarpsins sem Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, flutti með þessum lögum. Ég sagði að ekki hefði verið vandað til verka við lagasetningu á þinginu og að þeir sem myndu hagnast á þessum flumbrugangi væru eigendur bankanna, erlendir kröfuhafar og ríkið í tilfelli Landsbankans. Í ársbyrjun 2011 setti ég jafnframt á heimasíðu mína reiknivél sem ég kallaði Lánareikni (http://gudlaugurthor.is/2011/05/lanareiknir/) til að vekja athygli á því óréttlæti sem í lögunum fólst. Ég hvatti fólk þá og hvet enn til að setja forsendur lána sinna inn í Lánareikninn. Þar getur fólk sett inn sínar eigin lánaforsendur og metið hvaða áhrif það hefur að nota reikniaðferð ríkisstjórnarinnar í samanburði við reikniaðferðir sem Gunnlaugur Kristinsson endurskoðandi og Veritas lögmenn kynntu. Ég hvet það fólk sem er með erlend lán að setja forsendurnar sínar í Lánareikninn. Niðurstaða Hæstaréttar er í samræmi við Veritas lögmenn. Varnaðarorð voru viðhöfðVarnaðarorð komu úr mörgum áttum en ríkisstjórnin gerði ekkert í málinu. Frumvarpi um flýtimeðferð gengislána var hafnað. Frumvarpi um að tekið yrði tillit til greiðslu inn á höfuðstól sömuleiðis. Við setningu Árna Páls-laganna var því haldið fram að lögin myndu eyða óvissu! Það gerðist ekki, óvissan jókst. Frumvörpum okkar sjálfstæðismanna um flýtimeðferð gengislána var ítrekað hafnað. Sigurður Kári flutti frumvarpið fyrst 24.06.2010 og þrátt fyrir ítrekaða framlagningu fór það aldrei í gegn. Hverjir tapa?Hvaða afleiðingar hafa rangir útreikningar bankanna haft fyrir fólk og fyrirtæki í landinu? Enginn veit það, en við vitum að afleiðingarnar eru alvarlegar. Við vitum ekki hversu alvarlegar. Hversu margir hafa misst eignir, atvinnutæki og fyrirtæki vegna þessa? Ég hef spurt um stöðu þessara aðila á fundum efnahags- og viðskiptanefndar en það er, kannski skiljanlega, lítið um svör. Það eina sem við vitum er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnanir tóku hagsmuni fjármálafyrirtækjanna fram yfir hagsmuni lántakenda. Ríkisendurskoðun komi upp reiknivélÞví miður er óvissunni ekki eytt. Það á eftir að fá úr ýmsum álitamálum skorið. Almenna reglan er að fjármálafyrirtækin fara með öll álitamál fyrir dómstóla. Yfirlýsingar stjórnvalda um að lok fáist í þau fyrir áramót munu ekki ganga eftir. Mikilvægt er að fólk geti treyst að endurútreikningar bankanna standist. Aðstöðumunur á milli lántakenda og fjármálafyrirtækjanna er mjög mikill. Ég tel því að þingið eigi að beita sér fyrir því að fólki verði gert kleift að sækja sér ráðgjöf til óháðra aðila án verulegra fjárútláta. Að fólk hafi aðgang að reiknivél svipaðri þeirri sem er á heimasíðunni minni Gudlaugurthor.is. Eftirlitsaðilar hefðu átt að koma slíkri vél upp fyrir löngu síðan. Þeir hefðu átt að gæta hagsmuna lántakenda en þeir gerðu það ekki. Þess vegna legg ég til að Ríkisendurskoðun verði falið þetta verkefni. Það er það minnsta sem hægt er að gera fyrir fólk og smáatvinnurekendur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun