Fjárfesting til framtíðar Kristín Ingólfsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun