Snúum vörn í sókn Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun