Haftastefna Samfylkingar og Vinstri grænna 23. nóvember 2012 06:00 Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi. Útvaldir hópar hagnast gríðarlega í skjóli haftanna og Seðlabankinn veitir undanþágur frá höftunum án þess að tilgreina í hverju þær eru fólgnar. Almenningur hefur því engin tök á að fylgjast með að jafnræðis sé gætt. Leynd og pukur eru einkunnarorð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Einn óhugnanlegasti fylgifiskur haftanna er persónunjósnir Seðlabankans, en bankinn hefur til að mynda aðgang að öllum kreditkortafærslum landsmanna. Eftirlitsþjóðfélagið er farið að vega að grundvallarréttindum borgaranna, eins og persónufrelsi. Þá er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnendur Seðlabankans eigi að fara með peningamálastefnuna næstu misserin og árin. Þar sitja sömu hagfræðingarnir og stýrðu peningamálastefnunni í þrot árið 2001 og tóku þá upp nýja stefnu sem þeir klúðruðu gjörsamlega með eftirminnilegum hætti árið 2008. Nú ætlar vinstri ríkisstjórnin að gefa Má Guðmundssyni og öðrum flokksbræðrum hans á Kalkofnsveginum þriðja sénsinn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ef að stjórnvöld fengju Sigurjón Árnason, Hreiðar Má og Bjarna Ármannsson til að leggja drög að nýju bankakerfi. Afnám gjaldeyrishaftanna og upptaka ábyrgrar peningamálastefnu eiga að vera meginviðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir en ekki óþörf gæluverkefni á borð við happdrættisstofu, stjórnlagaráð og kynjaða hagstjórn. Afnema þarf haftastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar