"Sig-hvetur-til-Björgvinjar“ kynslóðin og árásin á hana Haukur Þór Bragason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Undirritaður er af þeirri kynslóð sem hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið og finn ég mig því knúinn til að svara fyrir mig og mína. Til útskýringar þá skal ég taka mjög einfalt dæmi um þann eignabruna sem mín kynslóð hefur orðið fyrir á undanförnum árum. Við fjölskyldan fluttum til Íslands í janúar 2007 og fjárfestum í húsnæði fyrir 22 milljónir króna sem við hjónin höfðum safnað á 15 ára tímabili. Fjárfesting okkar svaraði til rúmlega helmings af kaupverði. Í júní síðastliðnum fluttum við fjölskyldan aftur frá landinu og seldum húsnæðið í kjölfarið og viti menn, eftir að hafa greitt samviskusamlega af húsnæðisláninu á þessu tímabili, þá áttum við eftir rúmar þrjár milljónir króna. Þetta eru um 13 prósent af þeim krónum sem upphaflega fóru í húsnæðið. Þá má ekki gleyma því að við höfðum greitt um 9,5 milljónir af láninu á tímabilinu. Í okkar tilfelli verð ég að gera dæmið upp í þeim dönsku krónum sem við upphaflega settum í húsnæðið og þá er útkoman mun verri eða sem samsvarar 94 prósenta eignabruna. Þar sem við vorum mun betur sett en margir jafnaldrar okkar þá er alveg ljóst að margir sitja nú í yfirveðsettum eignum. Nú hafa margir af minni kynslóð að auki verðtryggð námslán sem vaxa og dafna og gera skuldastöðuna enn verri. Til þess að þessi skuldavandi leystist án sértækra aðgerða, þyrfti að koma til langt hagvaxtarskeið með hækkandi húsnæðisverði samfara afar lágri verðbólgu. Ég finn engin gögn um að það hafi nokkurn tímann gerst í íslenskri hagsögu, enda er fasteignaverð þáttur í lánskjaravísitölu. Það er því líklegt að fleiri eiga eftir að leita til Björgvinjar eða annarra borga í leit að raunhæfu lífsviðurværi. En hvati þess sem finnur sig knúinn til að ráðast gegn þeirri kynslóð sem klárlega hefur farið einna verst út úr hruninu er með öllu óskiljanlegur. Hans er skömmin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Svo fáir voru þeir… Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. 22. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Meira fyrir mig! Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: 19. nóvember 2012 06:00 Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00 "Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17. nóvember 2012 13:51 Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er af þeirri kynslóð sem hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið og finn ég mig því knúinn til að svara fyrir mig og mína. Til útskýringar þá skal ég taka mjög einfalt dæmi um þann eignabruna sem mín kynslóð hefur orðið fyrir á undanförnum árum. Við fjölskyldan fluttum til Íslands í janúar 2007 og fjárfestum í húsnæði fyrir 22 milljónir króna sem við hjónin höfðum safnað á 15 ára tímabili. Fjárfesting okkar svaraði til rúmlega helmings af kaupverði. Í júní síðastliðnum fluttum við fjölskyldan aftur frá landinu og seldum húsnæðið í kjölfarið og viti menn, eftir að hafa greitt samviskusamlega af húsnæðisláninu á þessu tímabili, þá áttum við eftir rúmar þrjár milljónir króna. Þetta eru um 13 prósent af þeim krónum sem upphaflega fóru í húsnæðið. Þá má ekki gleyma því að við höfðum greitt um 9,5 milljónir af láninu á tímabilinu. Í okkar tilfelli verð ég að gera dæmið upp í þeim dönsku krónum sem við upphaflega settum í húsnæðið og þá er útkoman mun verri eða sem samsvarar 94 prósenta eignabruna. Þar sem við vorum mun betur sett en margir jafnaldrar okkar þá er alveg ljóst að margir sitja nú í yfirveðsettum eignum. Nú hafa margir af minni kynslóð að auki verðtryggð námslán sem vaxa og dafna og gera skuldastöðuna enn verri. Til þess að þessi skuldavandi leystist án sértækra aðgerða, þyrfti að koma til langt hagvaxtarskeið með hækkandi húsnæðisverði samfara afar lágri verðbólgu. Ég finn engin gögn um að það hafi nokkurn tímann gerst í íslenskri hagsögu, enda er fasteignaverð þáttur í lánskjaravísitölu. Það er því líklegt að fleiri eiga eftir að leita til Björgvinjar eða annarra borga í leit að raunhæfu lífsviðurværi. En hvati þess sem finnur sig knúinn til að ráðast gegn þeirri kynslóð sem klárlega hefur farið einna verst út úr hruninu er með öllu óskiljanlegur. Hans er skömmin.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Svo fáir voru þeir… Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust. 22. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Meira fyrir mig! Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: 19. nóvember 2012 06:00
Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00
"Sjálfhverfa kynslóðin“ hefur tapað milljörðum Gríðarleg eignartilfærsla hefur orðið frá ungu fólki til gamals fólks á aðeins fimm árum. Þetta segir Karl Sigfússon verkfræðingur í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann ritar greinina í tilefni af skrifum Sighvats Björgvinssonar um sjálfhverfu kynslóðina, sem hann kallaði svo. 17. nóvember 2012 13:51
Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun