Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu?
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun