Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun