Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun