Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun