Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun