Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun