Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun