Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun