Opnað eftir hádegi Ásmundur Ásmundsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun