Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar 1. desember 2012 08:00 Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun