Ný byggingarreglugerð – íbúðir fyrir alla? Jóhann Sigurðsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssögunni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkjunum. Nýja reglugerðin mun hafa í för með sér að íbúðarhúsnæði getur í mörgum tilfellum stækkað verulega. Eitt af meginmarkmiðum hinnar nýju reglugerðar er algild hönnun sem merkir að íbúðir beri að hanna þannig að það mismuni ekki einstaklingum eða hópi einstaklinga. Hefur því stigið stórt skref til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra þar sem allt húsnæði skal vera aðgengilegt hjólastólum, með örfáum undantekningum þó. Ný byggingarreglugerð er því jákvætt og mikilvægt skref í átt að jöfnuði og betri tilveru hreyfihamlaðra einstaklinga.Bólgnar út í stærð Sú spurning vaknar þó óhjákvæmilega hvort hin nýja reglugerð gangi of langt í stærðarkröfum og mismuni jafnvel stórum hluta þjóðarinnar sem síst má við því? Það er mikilvægt að átta sig á því að nýja reglugerðin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að íbúðarhúsnæði mun bólgna út í stærð. Ofan á það bætast hertar kröfur til einangrunar, hljóðvistar, eldvarnamála o.fl. Allt þetta kemur ekki til án kostnaðarauka en áætlað er að byggingarkostnaður hækki verulega með tilheyrandi áhrifum á neysluvísitölu, auknum rekstrarkostnaði, hærri fasteignagjöldum o.s.frv. Áhrifin verða þó mismunandi eftir stærðum íbúða. Ég bar saman mismunandi reglugerðir og afleiðingar þeirra og komst að því að dæmigerð þriggja herbergja íbúð (flatarmál séreignarhluta) stækkar um 20% ef framfylgja á nýju reglugerðinni. Fyrir litla eða meðalstóra þriggja herbergja íbúð getur aukinn byggingarkostnaður numið um 2,5-3 milljónum, einungis vegna stærðaraukningar. Að miklu leyti er þessi gríðarlega stærðaraukning ekki nauðsynleg vegna aðgengismála heldur fyrst og fremst vegna ósveigjanleika í stærðarkröfum rýma. Þess ber þó að geta að þessi prósentutala lækkar eftir því sem byggingarnar stækka en svo virðist sem reglugerðin komi verst niður á þriggja herbergja íbúðum. Þessi útreikningur er auðvitað ekki tæmandi og getur breyst að einhverju leyti eftir aðstæðum.Erfiðara að kaupa Hætt er við að öryrkjar, ungt fólk og láglaunafólk muni í framtíðinni eiga erfiðara með að kaupa nýtt húsnæði vegna þess að það þarf að kaupa mun fleiri fermetra til að ná sömu nýtingu og lenda þannig í nokkurs konar „húsnæðisgildru". Nýjar íbúðir gætu því í versta falli orðið forréttindi ákveðinna þjóðfélagshópa. Til samanburðar geta norskar íbúðir uppfyllt kröfur um aðgengi á 10% minna flatarmáli skv. fyrrnefndum samanburði. Íslenska reglugerðin veitir minna svigrúm en í henni eru settar lágmarks flatarmálskröfur á ýmis rými í stað þess að tilgreina hvaða þarfir þau þurfi að uppfylla. Augljóst er að meira byggingarefni þarf til að búa til stærri íbúðir en minni. Framleiðsla byggingarefnis er orkufrek, mengandi og gengur á auðlindir jarðarinnar. Það þarf eldsneyti til að flytja byggingarefnið og að lokum þarf að farga því. Því stærri sem íbúðir eru, því meiri orku þarf til að lýsa þær upp, kynda, loftræsta og viðhalda. Því stærri sem byggingar verða því stærra verður fótspor þeirra sem leiðir að lokum til orkufrekari samgangna. Til að setja þetta í samhengi þá er 39% af koltvísýringslosun í Bandaríkjunum tilkomin vegna bygginga. Þó ekki sé hægt að heimfæra þetta algjörlega á Ísland gefur þessi tala til kynna hversu stór umhverfisþáttur húsnæði er.Fólk á að geta valið Það er síður en svo hugmynd mín að byggja ekki aðgengilegar íbúðir. Þvert á móti styð ég aðgengismál fatlaðra heils hugar og þar má margt betur fara sem bætt verður úr með nýrri reglugerð. En ég styð líka rétt fólks til að geta lifað sómasamlegu lífi á launum sínum og rétt til að eiga þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Fólk á að geta valið sér að búa í litlum og vel nýttum íbúðum sem henta efnahag þeirra. Því þarf að feta einhvern milliveg. Sem dæmi væri eðlilegt ef byggja mætti ákveðið prósentuhlutfall íbúða í hverju fjölbýlishúsi án þess að kröfur um algilda hönnun ættu við. Einnig að fella megi út flatarmálskröfur sem gerðar eru til svefnherbergja, baðherbergja og þvottahúsa en þetta getur minnkað íbúðirnar um u.þ.b. 10%. Þó svo að lágmarks prósentuhlutfall aðgengilegra íbúða sé tilgreint í byggingarreglugerð má í deiliskipulagi gera strangari kröfur þar sem við á.Stuttur aðlögunartími Það sem er hvað mest íþyngjandi við nýja reglugerð er hversu stuttur aðlögunartíminn er. Hvorki þjóðfélagið né byggingariðnaðurinn er tilbúinn að taka í notkun nýja reglugerð í svo stóru skrefi. Það skref tökum við nú á u.þ.b. einu ári á meðan aðlögunarferlið hjá Norðmönnum og Dönum tók fimm til sex ár. Starfsfólk Mannvirkjastofnunar hefur lyft grettistaki á stuttum tíma við gerð hinnar nýju reglugerðar en hefur þó verið skammtaður of naumur tími. Við þurfum að halda áfram þeirri umræðu sem loksins er komin í gang og gefa okkur lengri tíma til að skoða heildarafleiðingar reglugerðarinnar. Ný byggingarreglugerð er risaskref og afleiðingar þess að vaða af stað geta bitnað á almenningi og dregið tennurnar endanlega úr byggingariðnaðinum. Betri er krókur en kelda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssögunni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkjunum. Nýja reglugerðin mun hafa í för með sér að íbúðarhúsnæði getur í mörgum tilfellum stækkað verulega. Eitt af meginmarkmiðum hinnar nýju reglugerðar er algild hönnun sem merkir að íbúðir beri að hanna þannig að það mismuni ekki einstaklingum eða hópi einstaklinga. Hefur því stigið stórt skref til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra þar sem allt húsnæði skal vera aðgengilegt hjólastólum, með örfáum undantekningum þó. Ný byggingarreglugerð er því jákvætt og mikilvægt skref í átt að jöfnuði og betri tilveru hreyfihamlaðra einstaklinga.Bólgnar út í stærð Sú spurning vaknar þó óhjákvæmilega hvort hin nýja reglugerð gangi of langt í stærðarkröfum og mismuni jafnvel stórum hluta þjóðarinnar sem síst má við því? Það er mikilvægt að átta sig á því að nýja reglugerðin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að íbúðarhúsnæði mun bólgna út í stærð. Ofan á það bætast hertar kröfur til einangrunar, hljóðvistar, eldvarnamála o.fl. Allt þetta kemur ekki til án kostnaðarauka en áætlað er að byggingarkostnaður hækki verulega með tilheyrandi áhrifum á neysluvísitölu, auknum rekstrarkostnaði, hærri fasteignagjöldum o.s.frv. Áhrifin verða þó mismunandi eftir stærðum íbúða. Ég bar saman mismunandi reglugerðir og afleiðingar þeirra og komst að því að dæmigerð þriggja herbergja íbúð (flatarmál séreignarhluta) stækkar um 20% ef framfylgja á nýju reglugerðinni. Fyrir litla eða meðalstóra þriggja herbergja íbúð getur aukinn byggingarkostnaður numið um 2,5-3 milljónum, einungis vegna stærðaraukningar. Að miklu leyti er þessi gríðarlega stærðaraukning ekki nauðsynleg vegna aðgengismála heldur fyrst og fremst vegna ósveigjanleika í stærðarkröfum rýma. Þess ber þó að geta að þessi prósentutala lækkar eftir því sem byggingarnar stækka en svo virðist sem reglugerðin komi verst niður á þriggja herbergja íbúðum. Þessi útreikningur er auðvitað ekki tæmandi og getur breyst að einhverju leyti eftir aðstæðum.Erfiðara að kaupa Hætt er við að öryrkjar, ungt fólk og láglaunafólk muni í framtíðinni eiga erfiðara með að kaupa nýtt húsnæði vegna þess að það þarf að kaupa mun fleiri fermetra til að ná sömu nýtingu og lenda þannig í nokkurs konar „húsnæðisgildru". Nýjar íbúðir gætu því í versta falli orðið forréttindi ákveðinna þjóðfélagshópa. Til samanburðar geta norskar íbúðir uppfyllt kröfur um aðgengi á 10% minna flatarmáli skv. fyrrnefndum samanburði. Íslenska reglugerðin veitir minna svigrúm en í henni eru settar lágmarks flatarmálskröfur á ýmis rými í stað þess að tilgreina hvaða þarfir þau þurfi að uppfylla. Augljóst er að meira byggingarefni þarf til að búa til stærri íbúðir en minni. Framleiðsla byggingarefnis er orkufrek, mengandi og gengur á auðlindir jarðarinnar. Það þarf eldsneyti til að flytja byggingarefnið og að lokum þarf að farga því. Því stærri sem íbúðir eru, því meiri orku þarf til að lýsa þær upp, kynda, loftræsta og viðhalda. Því stærri sem byggingar verða því stærra verður fótspor þeirra sem leiðir að lokum til orkufrekari samgangna. Til að setja þetta í samhengi þá er 39% af koltvísýringslosun í Bandaríkjunum tilkomin vegna bygginga. Þó ekki sé hægt að heimfæra þetta algjörlega á Ísland gefur þessi tala til kynna hversu stór umhverfisþáttur húsnæði er.Fólk á að geta valið Það er síður en svo hugmynd mín að byggja ekki aðgengilegar íbúðir. Þvert á móti styð ég aðgengismál fatlaðra heils hugar og þar má margt betur fara sem bætt verður úr með nýrri reglugerð. En ég styð líka rétt fólks til að geta lifað sómasamlegu lífi á launum sínum og rétt til að eiga þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Fólk á að geta valið sér að búa í litlum og vel nýttum íbúðum sem henta efnahag þeirra. Því þarf að feta einhvern milliveg. Sem dæmi væri eðlilegt ef byggja mætti ákveðið prósentuhlutfall íbúða í hverju fjölbýlishúsi án þess að kröfur um algilda hönnun ættu við. Einnig að fella megi út flatarmálskröfur sem gerðar eru til svefnherbergja, baðherbergja og þvottahúsa en þetta getur minnkað íbúðirnar um u.þ.b. 10%. Þó svo að lágmarks prósentuhlutfall aðgengilegra íbúða sé tilgreint í byggingarreglugerð má í deiliskipulagi gera strangari kröfur þar sem við á.Stuttur aðlögunartími Það sem er hvað mest íþyngjandi við nýja reglugerð er hversu stuttur aðlögunartíminn er. Hvorki þjóðfélagið né byggingariðnaðurinn er tilbúinn að taka í notkun nýja reglugerð í svo stóru skrefi. Það skref tökum við nú á u.þ.b. einu ári á meðan aðlögunarferlið hjá Norðmönnum og Dönum tók fimm til sex ár. Starfsfólk Mannvirkjastofnunar hefur lyft grettistaki á stuttum tíma við gerð hinnar nýju reglugerðar en hefur þó verið skammtaður of naumur tími. Við þurfum að halda áfram þeirri umræðu sem loksins er komin í gang og gefa okkur lengri tíma til að skoða heildarafleiðingar reglugerðarinnar. Ný byggingarreglugerð er risaskref og afleiðingar þess að vaða af stað geta bitnað á almenningi og dregið tennurnar endanlega úr byggingariðnaðinum. Betri er krókur en kelda.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar