Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát 6. desember 2012 07:00 Grunur leikur á að andlát sjúklings í október megi rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanns á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/E.Ól. Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira