Samkeppnin meiri hjá Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2012 08:00 Aron er í jólafríi á íslandi. „Það er einmitt mjög gott við dönsku deildina að maður fær bæði gott sumarfrí og gott vetrarfrí líka. Eins og mörgum finnst þetta skrýtið þá er þetta mjög fínt.”. Fréttablaðið/Stefán Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann kjósi að spila fyrir hönd Íslands eða Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hringdi í Aron og lýsti yfir áhuga sínum á honum. Óhætt er að segja að Aron Jóhannsson hafi slegið í gegn hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinu á árinu sem senn er liðið. Deildarmörk kappans urðu tuttugu samanlagt en fjórtán þeirra hafa verið skoruð á yfirstandandi leiktíð. „Þetta er besta árið mitt, hingað til. Ég ætla að vona að ég sé ekki að toppa núna, 22 ára. Vonandi er eitthvað meira og betra eftir," segir Aron. Frammistaða Grafarvogspiltsins er sérstaklega aðdáunarverð í ljósi þess að hann hefur ekki gengið heill til skógar síðan í lok ágúst. „Í tvo mánuði æfði ég bara tvisvar í viku til þess að ég gæti náð leikjunum og þá spilað 60 eða 70 mínútur. Þegar ég var alveg meiddur var ég látinn æfa daginn fyrir leik til þess að geta komið inná þegar hálftími var eftir af leik," segir Aron og grínast með að það hafi eyðilagt tölfræðina fyrir sér. Hann sé í raun og veru búinn að skora rúmlega mark að meðaltali í leik og hann sé fullur af sjálfstrausti. „Alveg tvímælalaust. Ég finn líka þegar það hefur gengið svona vel marga leiki í röð fer maður inná völlinn vitandi að maður mun skora. Ef maður skorar ekki á maður allavega góðan leik. Mér líður eins og ég viti það að ég sé að fara inná og spila vel," segir Aron.Klinsmann á línunni Aron er alíslenskur en fæddur í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans voru við nám. Hann er því gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Aron sagði þó í viðtali við Fréttablaðið í byrjun október að umræða um að hann væri gjaldgengur í bandaríska landsliðið hefði farið inn um annað eyrað og út um hitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og fyrrum stjörnuframherji þýska landsliðsins, hafi hringt í sig en svar Arons hafi verið að hann væri Íslendingur og myndi velja Ísland. Aron var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM í október og málið virtist úr sögunni. „Svo meiddist ég og komst ekki í landsliðsferðina þar sem ég hefði líklega spilað fyrstu landsleikina mína," segir Aron og þá hringdi Klinsmann á nýjan leik og minnti á möguleika hans vestanhafs. Aron var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir æfingaleik gegn Andorra í nóvember og enn hringir Klinsmann. Nú býður hann Aroni til æfingabúða bandaríska landsliðsins í Los Angeles og Arizona-fylki í janúar. „Þetta áttu að vera tvær vikur og tækifæri fyrir mig að sjá hvernig þeir vinna, hitta strákana, þjálfarana og hann (Klinsmann) sjálfan," segir Aron. „Ég eyk auðvitað verðgildið á sjálfum mér með því að vera valinn í bandaríska landsliðið. Þótt ég hefði farið í þessa ferð hefði ég ekkert verið búinn að spila landsleik og gæti enn spilað fyrir Ísland. Ég leit meira á þessa ferð sem tækifæri fyrir sjálfan mig." Meiðsli Arons komu í veg fyrir að hann gæti mætt í æfingabúðirnar. Aron fer í aðgerð vegna kviðslits á miðvikudaginn og verður frá æfingum næstu vikurnar. Að öllu eðlilegu verður hann kominn í gott stand þegar leik í dönsku úrvalsdeildinni verður framhaldið í mars. Aron skoraði fjögur mörk fyrir AGF í einum leik í dönsku úrvalsdeildinni í lok ágúst. Daginn eftir var landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM kynntur. Mikil framherjavandræði hrjáðu íslenska liðið en þó var ekkert pláss fyrir Aron. Lagerbäck var spurður að því hvort Aron gæti leyst framherjakrísunu. Lagerbäck sagði að samkvæmt sínum heimildum væri tími Arons ekki kominn og gæðamunur væri á honum og Birni Bergmann Sigurðarsyni. Sá sænski hafði þó ekki séð Aron spila. „Mér fannst það auðvitað frekar svekkjandi því ég var búinn að standa mig vel allt árið í Danmörku fram að þeim tíma. Sérstaklega þar sem að enginn framherji gat spilað þá var hann ekkert búinn að tékka á mér," segir Aron. „Markmiðið hjá mér, þegar ég las þetta, var að standa mig það vel að hann gæti ekki litið framhjá mér. Ég vona að ég sé búinn að því núna," segir Aron sem var valinn í landsliðið í næsta verkefni eins og fjallað var um hér að ofan. „Ég hélt áfram að skora og standa mig vel. Ég ætlaði að fara í þessa landsliðsferð og fá mína fyrstu landsleiki. Ég var hins vegar meiddur í náranum og treysti mér ekki til að fara. Ef ég hefði farið væri þetta búið mál og enginn að pæla í þessu."Fundaði með Heimi Hallgrímssyni Aron fundaði með Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarmanni Lagerbäck, á föstudaginn. „Við töluðum lengi og vel saman," segir Aron. „Hann gerði mér ljóst fyrir að þeir vildu að ég spilaði fyrir Ísland. Auðvitað skil ég það. Ég var auðvitað ekki að ætlast til þess að hann myndi lofa mér einu né neinu í þessu spjalli. Hann gerði mér ljóst, eins og þeir gerðu um daginn þegar þeir völdu mig í landsliðið, að þeir væru auðvitað að velja mig til þess að ég myndi spila með þeim." Þrátt fyrir að hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vikur hefur Aron húmor fyrir þessu öllu saman. „Ég gæti þurft að taka upp þátt eins og LeBron og skýra hann „Ákvörðunin"," segir Aron og hlær. NBA-stjarnan LeBron James vakti mikla athygli í sjónvarpsþættinum „The Decision" þar sem fylgst var með ákvörðunarferlinu í aðdragandi þess að hann gekk til liðs við Miami Heat frá Cleveland Cavaliers. „Það er mikið að gera hjá mér núna. Fyrst ég er að standa mig svona vel sýna fullt af liðum áhuga. Það er aldrei að vita hvað gerist. Þegar næstu landsleikir koma vona ég að ég geti tekið ákvörðun sem ég er mjög ánægður með sjálfur," segir Aron.Íslensku framherjarnir betri en þeir bandarísku „Mér finnst framherjarnir í íslenska landsliðinu vera betri en þeir bandarísku," segir Aron sem telur samkeppnina um stöðu framherja í íslenska landsliðinu meiri en í því bandaríska. Ekki minnki samkeppnin þegar landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck stillti miðjumönnunum Gylfa Sigurðssyni og Birki Bjarnasyni upp í framlínu landsliðsins. Því séu í raun fimm heimsklassa framherjar á undan sér í röðinni. „Bandaríkin eiga auðvitað fullt af leikmönnum líka," segir Aron. „Ég ætla ekki að byggja ákvörðunina á því að ég sé hræddur um að það séu einhverjir aðrir á undan mér. Ég verð að hafa trú á sjálfum mér að ég geti fengið að spila. Í því landsliði sem ég mun velja verð ég að sanna fyrir þjálfaranum að ég eigi að spila frekar en hinir," segir Aron sem áttar sig á því að Bandaríkin séu nánast fastagestur á lokakeppnum heimsmeistaramóta. Færi hann á HM væri það mikilvægt fyrir sjálfan sig. „Auðvitað langar mig að spila fyrir Ísland. Það hefur verið draumurinn minn frá því ég var lítill. Hvort það sé betra fyrir ferilinn minn og sjálfan mig að spila fyrir Bandaríkin getur vel verið líka." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann kjósi að spila fyrir hönd Íslands eða Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hringdi í Aron og lýsti yfir áhuga sínum á honum. Óhætt er að segja að Aron Jóhannsson hafi slegið í gegn hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinu á árinu sem senn er liðið. Deildarmörk kappans urðu tuttugu samanlagt en fjórtán þeirra hafa verið skoruð á yfirstandandi leiktíð. „Þetta er besta árið mitt, hingað til. Ég ætla að vona að ég sé ekki að toppa núna, 22 ára. Vonandi er eitthvað meira og betra eftir," segir Aron. Frammistaða Grafarvogspiltsins er sérstaklega aðdáunarverð í ljósi þess að hann hefur ekki gengið heill til skógar síðan í lok ágúst. „Í tvo mánuði æfði ég bara tvisvar í viku til þess að ég gæti náð leikjunum og þá spilað 60 eða 70 mínútur. Þegar ég var alveg meiddur var ég látinn æfa daginn fyrir leik til þess að geta komið inná þegar hálftími var eftir af leik," segir Aron og grínast með að það hafi eyðilagt tölfræðina fyrir sér. Hann sé í raun og veru búinn að skora rúmlega mark að meðaltali í leik og hann sé fullur af sjálfstrausti. „Alveg tvímælalaust. Ég finn líka þegar það hefur gengið svona vel marga leiki í röð fer maður inná völlinn vitandi að maður mun skora. Ef maður skorar ekki á maður allavega góðan leik. Mér líður eins og ég viti það að ég sé að fara inná og spila vel," segir Aron.Klinsmann á línunni Aron er alíslenskur en fæddur í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans voru við nám. Hann er því gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Aron sagði þó í viðtali við Fréttablaðið í byrjun október að umræða um að hann væri gjaldgengur í bandaríska landsliðið hefði farið inn um annað eyrað og út um hitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og fyrrum stjörnuframherji þýska landsliðsins, hafi hringt í sig en svar Arons hafi verið að hann væri Íslendingur og myndi velja Ísland. Aron var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM í október og málið virtist úr sögunni. „Svo meiddist ég og komst ekki í landsliðsferðina þar sem ég hefði líklega spilað fyrstu landsleikina mína," segir Aron og þá hringdi Klinsmann á nýjan leik og minnti á möguleika hans vestanhafs. Aron var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir æfingaleik gegn Andorra í nóvember og enn hringir Klinsmann. Nú býður hann Aroni til æfingabúða bandaríska landsliðsins í Los Angeles og Arizona-fylki í janúar. „Þetta áttu að vera tvær vikur og tækifæri fyrir mig að sjá hvernig þeir vinna, hitta strákana, þjálfarana og hann (Klinsmann) sjálfan," segir Aron. „Ég eyk auðvitað verðgildið á sjálfum mér með því að vera valinn í bandaríska landsliðið. Þótt ég hefði farið í þessa ferð hefði ég ekkert verið búinn að spila landsleik og gæti enn spilað fyrir Ísland. Ég leit meira á þessa ferð sem tækifæri fyrir sjálfan mig." Meiðsli Arons komu í veg fyrir að hann gæti mætt í æfingabúðirnar. Aron fer í aðgerð vegna kviðslits á miðvikudaginn og verður frá æfingum næstu vikurnar. Að öllu eðlilegu verður hann kominn í gott stand þegar leik í dönsku úrvalsdeildinni verður framhaldið í mars. Aron skoraði fjögur mörk fyrir AGF í einum leik í dönsku úrvalsdeildinni í lok ágúst. Daginn eftir var landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM kynntur. Mikil framherjavandræði hrjáðu íslenska liðið en þó var ekkert pláss fyrir Aron. Lagerbäck var spurður að því hvort Aron gæti leyst framherjakrísunu. Lagerbäck sagði að samkvæmt sínum heimildum væri tími Arons ekki kominn og gæðamunur væri á honum og Birni Bergmann Sigurðarsyni. Sá sænski hafði þó ekki séð Aron spila. „Mér fannst það auðvitað frekar svekkjandi því ég var búinn að standa mig vel allt árið í Danmörku fram að þeim tíma. Sérstaklega þar sem að enginn framherji gat spilað þá var hann ekkert búinn að tékka á mér," segir Aron. „Markmiðið hjá mér, þegar ég las þetta, var að standa mig það vel að hann gæti ekki litið framhjá mér. Ég vona að ég sé búinn að því núna," segir Aron sem var valinn í landsliðið í næsta verkefni eins og fjallað var um hér að ofan. „Ég hélt áfram að skora og standa mig vel. Ég ætlaði að fara í þessa landsliðsferð og fá mína fyrstu landsleiki. Ég var hins vegar meiddur í náranum og treysti mér ekki til að fara. Ef ég hefði farið væri þetta búið mál og enginn að pæla í þessu."Fundaði með Heimi Hallgrímssyni Aron fundaði með Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarmanni Lagerbäck, á föstudaginn. „Við töluðum lengi og vel saman," segir Aron. „Hann gerði mér ljóst fyrir að þeir vildu að ég spilaði fyrir Ísland. Auðvitað skil ég það. Ég var auðvitað ekki að ætlast til þess að hann myndi lofa mér einu né neinu í þessu spjalli. Hann gerði mér ljóst, eins og þeir gerðu um daginn þegar þeir völdu mig í landsliðið, að þeir væru auðvitað að velja mig til þess að ég myndi spila með þeim." Þrátt fyrir að hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga og vikur hefur Aron húmor fyrir þessu öllu saman. „Ég gæti þurft að taka upp þátt eins og LeBron og skýra hann „Ákvörðunin"," segir Aron og hlær. NBA-stjarnan LeBron James vakti mikla athygli í sjónvarpsþættinum „The Decision" þar sem fylgst var með ákvörðunarferlinu í aðdragandi þess að hann gekk til liðs við Miami Heat frá Cleveland Cavaliers. „Það er mikið að gera hjá mér núna. Fyrst ég er að standa mig svona vel sýna fullt af liðum áhuga. Það er aldrei að vita hvað gerist. Þegar næstu landsleikir koma vona ég að ég geti tekið ákvörðun sem ég er mjög ánægður með sjálfur," segir Aron.Íslensku framherjarnir betri en þeir bandarísku „Mér finnst framherjarnir í íslenska landsliðinu vera betri en þeir bandarísku," segir Aron sem telur samkeppnina um stöðu framherja í íslenska landsliðinu meiri en í því bandaríska. Ekki minnki samkeppnin þegar landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck stillti miðjumönnunum Gylfa Sigurðssyni og Birki Bjarnasyni upp í framlínu landsliðsins. Því séu í raun fimm heimsklassa framherjar á undan sér í röðinni. „Bandaríkin eiga auðvitað fullt af leikmönnum líka," segir Aron. „Ég ætla ekki að byggja ákvörðunina á því að ég sé hræddur um að það séu einhverjir aðrir á undan mér. Ég verð að hafa trú á sjálfum mér að ég geti fengið að spila. Í því landsliði sem ég mun velja verð ég að sanna fyrir þjálfaranum að ég eigi að spila frekar en hinir," segir Aron sem áttar sig á því að Bandaríkin séu nánast fastagestur á lokakeppnum heimsmeistaramóta. Færi hann á HM væri það mikilvægt fyrir sjálfan sig. „Auðvitað langar mig að spila fyrir Ísland. Það hefur verið draumurinn minn frá því ég var lítill. Hvort það sé betra fyrir ferilinn minn og sjálfan mig að spila fyrir Bandaríkin getur vel verið líka."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira