Fótbolti

Þjálfari FCK íhugar að selja Sölva

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir í leik með FCK.
Sölvi Geir í leik með FCK. Nordic Photos / Getty Images
Ariel Jacobs, þjálfari danska liðsins FCK, viðurkennir að kannski væri það besta lausnin að selja landsliðsmanninn Sölva Geir Ottesen en hann útilokar samt ekki að hann eigi sér framtíð hjá félaginu.

Sölvi Geir hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá FCK á tíambilinu en samningur hans rennur út í sumar.

„Ég mun ræða við alla leikmenn í janúar og líka Sölva. Kannski hefur hann gott af nýjum áskorunum en kannski verður hann áfram í FCK," sagði Jacobs í samtali við Ekstra Bladet í dag.

Sjálfur segist Sölvi við blaðið reiðubúinn að fara annað. „Það er ef til vill góð hugmynd að fara til félags þar sem ég fæ tækifæri til að sýna mig og sanna. En þangað til verð ég áfram í FCK og geri mitt besta."

Sölvi Geir kom til FCK frá SönderjyskE árið 2010 en hann er fastamaður í íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×