Fótbolti

Sonur Björn Dæhlie valdi frekar fótboltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Dæhlie með Ólympíugull.
Björn Dæhlie með Ólympíugull. Mynd/Mynd/AFP
Sivert Dæhlie er 18 ára Norðmaður og sonur eins frægasta skíðagöngukappa sögunnar. Hann ætlar þó ekki feta í fótspor pabba síns þegar kemur að því að velja sér sport. Sivert ákvað að hætta á skíðum og einbeita sér að fótboltaferlinum.

„Það er stundum eins og fólk ætlist til meiru af mér og þessi umræða um hver pabbi minn er kemur alltaf reglulega upp. Þetta getur verið þreytandi en ég reyni ekki að hugsa mikið um það," sagði Sivert Dæhlie við Verdens Gang.

Björn Dæhlie vann 29 verðlaun í skíðagöngu á HM og Ólympíuleikum á árunum 1991 til 1999 eða fleiri en nokkur annar skíðagöngumaður. Hann vann ennfremur átta gull á Vetrarólympíuleikunum eða fleiri en það hefur enginn annar afrekað.

Sivert Dæhlie er fæddur árið 1994 þegar pabbi hans var á hátindi ferils síns og nýbúinn að vinna tvö gull á heimavelli á ÓL í Lillehammer 1994.

Sivert Dæhlie er kominn inn í meistaraflokkshópinn hjá b-deildarliðinu Ull/Kisa en hann þykir mjög efnilegur framherji og sannur markaskorari. Þjálfarinn segir þó hann aðeins geta notað vinstri fótinn til að standa á. Dæhlie þykir líklegur til að fá að spila með liðinu á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×